Síðasta frjálsa málæðið

Hér eftir hverf ég af blogginu þar sem ég má ekki vera nafnlaus aðili.  En áður en ég hverf þá ætla ég að æla einhverri vitleysu út úr mér sem er kannski eitthvað til í.

Það er skondið hvað ríkisstjórnin er yfirfull af ranghugsunum.  Fólkið í landinu krefst nýrrar stjórnar og nýs fólks á alþingi,  við höfum ekki áhuga á að þið skiptið um stóla !! HALLÓ !!!! Það þarf nú ekki nema þriggja ára barn til þess að sjá að þegar skipt er um stóla þá situr samt sama fólk í þeim.  Hver er þá breytingin ??  ÉG SÉ EINS OG SVO MARGIR AÐRIR AÐ ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ DRAGA ALMENNING Á ASNAEYRUNUM.

Okkur eru boðin mylsna þegar stóru bitarnir eru gleyptir af auðmönnunum.   Það hefur engin breyting orðið, ekki til hins betra, þær breytingar sem boðaðar eru koma niður á því fólki sem nú þegar er að þola nóg.  Bara innritunargjald á sjúkrastofnanir er rugl til dæmis.  HVAR ER HÁTEKJUSKATTURINN ?!!!

Afhverju er ekki settur á hátekjuskattur ???  Hvurslags svör er hægt að gefa við þessari spurningu ?  Jú, það eru vinir og vandamenn sem eru í hátekjuhópnum og við ætlum ekki að lúskra á vinum okkar, förum heldur og lúskrum á þeim sem minna mega sín, þau eru hvort eð er vön að láta lúskra á sér. 

Almenningur á Íslandi er lúbarin skreið,  við erum lúffarar og þorum ekki að standa í hárinu á þessu fólki sem þykist vera að bjarga landi og lýð. Áður en að þessu öllu kom þá vissi þetta fólk hvað var í vændum.  Plott á plott ofan.  Ég skora á Hallgrím Helgason að skrifa raunsanna reyfara um þetta allt saman og það framhaldsreyfara því þetta kemst engan veginn fyrir í einni bók þó 500 síður væri.  

Fólk vill breytingar á þingi, ekki að þið skiptið um stóla ! Við viljum kosningar og við viljum ráða hverjir stjórna þessu landi og REYNIÐ AÐ SKILJA ÞAÐ AÐ VIÐ VILJUM YKKUR EKKI Í STÓLANA !!

Það á ýmislegt eftir að ganga á áður en yfir lýkur og ef ekki er farið að vilja fólkins þá mun fólkið taka ráðin í sínar hendur. 


Borgarafundur

NIðurstaða;

 Ef við gögnum í Evrópubandalagið Þá vitum við að verðtryggingin fellur niður, og við tökum likast til upp evru, en NOTA BENE áður en að því kemur þá eru lán okkar orðin svo há vegna vísitölunnar og það gengur EKKI TIL BAKA !!    Þetta mun svo vera reiknað yfir í annan gjaldmiðil og við skuldum alveg jafnmikið á áður, nema núna borgum við í EUROS.  

Hvar er lógígin í þessu ??

Það er ekki hægt að lækka skatta vegna velferðaskyldu, það er ekki hægt að taka af verðtrygginguna vegna lífeyrissjóðanna, Hvað er hægt að gera ?? Það er svo stórtækt að enginn þorir að taka af skarið og framkvæma.  Það þarf að núllstilla !!!!!!! JÁ NÚLLSTILLA.  Ef það má afskirfa skuldir fólks sem fékk lán til að kaupa í lánaveitandanum þá má lika afskrifa skuldir heimilanna. Þetta endar annars allt með ósköpum,  you wanna bet ??!


FRESTUNARÁRÁTTA RÍKISSTJÓRNARINNAR.

Það er auðvitað vitað mál að þetta færi svona, því miður. 

Ekki láta ykkur bregða þegar fólk fer að verða ofbeldisfyllra.  Ekki láta ykkur bregða þegar fólk fer að hætta að greiða lánin sín.  Ekki láta ykkur bregða þegar fólk fer að sóða út hús þeirra sem eru í forsvari fyrir þeirri ríkisstjórn sem nú "starfar".

ÞESSI RÍKISSTJÓRN ER ENGAN VEGINN AÐ HJÁLPA HEIMILUM LANDSINS !!  

AÐGERÐAPAKKI MY ASSSSSS...., FYRIR HEIMILIN !!!!!

HVURSLAGS EIGINLEGA HUGSANIR ERU Í KOLLI ÞEIRRA SEM SITJA Í RÍKISSTJÓRN ??  

Niðurstaða ;  Ég get skuldbreytt láni á bílnum mínum sem er í erlendri mynt,  Borga seinna og jafnvel enn meira en ef ég hefði látið kyrrt liggja.

Ég get sótt um að breyta greiðslum á húsnæðisláninu mínu í bankanum, en... borga enn meira seinna.

Ég fæ kannski leyfi til að leysa út v!ðbótarlífeysisparnað minn til að greiða niður skuldir mínar.

Að lokum sé ég eins og flestir, geri ég ráð fyrir, að ég og þú skuldari góður erum að greiða fyrir allt saman að lokum. Þetta er engin aðgerð fyrir heimilin.  Þetta er frestun á vandamálunum.  ÉG OG ÞÚ BORGUM BRÚSANN AÐ LOKUM.  

Það þarf ekki einu sinni að nefna það hvað matvara er orðin að þungum bagga í heimilishaldinu. 

Ég vil gjarnan skora á þá sem svör hafa við þessu og uppfræða mig og aðra um það hvað ríkisstjórnin er að gera fyrir heimilin, annað en að fresta vandanum ????? 

 


mbl.is Enginn samhljómur á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eniga meniga ég á enga peninga

Sjúbadí dúbadí .........

 Jæja þá eru að koma erlendir seðlar inn í landið, eða öllu heldur í peningahvelfingu seðlabankans.  Við fáum engan veginn að njóta þessa, við almenningur, enda megum við éta hundshaus og úldinn fisk án þess að þeir háu herrar kippi sér upp við það.

Þessi lán sem "allir" eru búnir að bíða eftir með mikilli eftirvæntingu og kvíða í maga hjálpa ekki okkur almúganum.  Enginn ætlar að hjálpa okkur almúganum. 

Hverjum dettur slík firra í hug að "bjóða" okkur að jafnvel leysa út viðbótarlífeyrissparnað okkar til þess að greiða niður skuldir ?!  Það á að láta okkur blæða fyrir þá sem gerðu rangt.  Frekar fer ég á hausinn en að greiða niður skuldir með sparnaði. 

Því miður er fullt fullt af fólki að gera slíkt.  Málið er að við látum allt yfir okkur ganga, Íslendingar.  Hækkun lána minna er ekki vegna þess að ég gerði eitthvað, hækkun matarverðs er ekki afþví ég gerði eitthvað, fækkun starfa er ekki afþví ég gerði eitthvað.  Ég gerði bara akkúrat ekki neitt til þess að svona eigi að dynja yfir mig.  Við, venjulegt fólk eigum ekki að borga brúsann fyrir bytturnar. 

Talandi um að það verði að standa vörð um velferðarkerfið sem inniheldur skóla og heilsugæslu meðal annars, er eitthvað sem ekki einu sinni þarf, þar sem það er okkar réttur þar sem við greiðum skatt í þetta.

Aftur á móti þá er niðurstaðan sorgleg en samt algjörlega fyrirsjáanleg.  ÞAÐ ER ENN VERIÐ AÐ HUGSA UM ÞÁ SEM EIGA PENINGANA OG VERIÐ AÐ HJÁLPA ÞEIM TIL AÐ HALDA PENINGUNUM.

Við mýsnar megum þakka fyrir að fá stöku mylsnu annað slagið, en nota bene, við eigum líka að borga fyrir hana.


Lifðu.......

Eins og síðasta færsla endaði þá hefst þessi á sama orðinu.  Lifðu !  Er að reyna að koma því í orð sem veltur um í huga mínum.  Ætli ekki sé best að leyfa fingrunum að fæða það af sér sem þeir vilja, loka augunum og pikka.

Þvottavélin mín er músikölsk, það trommar í henni þegar hún vindur og væri hægt að nota taktinn í gott danslag, (ætti kannski að kynna Pál Óskar fyrir þessari undravél?)

Þú komst ,þú komst við hjartað í mér ......................................, ómar dag eftir dag á öldum ljósvakanna.  Það er undarlegt með tilfinningar manns, þær geta gjörsamlega tekið stjórnina af manni og látið mann gera eða segja eitthvað sem maður alls ekki ætlaði sér.  Það er kominn svolítill slatti af reiðitilfinningu í hjörtu landsmanna, sem kann ekki góðu að stýra þar sem sú tilfinning gerir mann að villimanni ef maður ekki hefur stjórn á sér.  

Ég er örugglega í þeim hópi fólks sem skilur ekki alveg til botns hvað er í gangi hérna í landinu.  en ef ég á að reyna að festa mína skýringu, þá vil ég segja að : íslenska mafían hefur nú komið upp á yfirborðið og það mun taka dágóðan tíma að losa okkur við hana úr okkar landhelgi. Það grátbroslega í þessu öllu er að fullt af fólki var búið að sjá þetta fyrir og aldrei reyndu þeir, sem völd höfðu til að breyta,  að hlusta.  Það sem best gefst í lífinu eru forvarnir.  Forvörn er ekki aðeins tengd fíkn af einhverju tagi, forvörn er að hugsa fram í tímann um afleiðingar þeirra gjörða sem maður gerir í dag.  Ég mæli með svoleiðis hugsun inn á borð stofnana ríkis og bæja, banka og fjármálafyrirtækja og alls staðar þar sem þarf að taka afleiðingum verka sinna. 

En eins og fyrri daginn, þá mæli ég með góðri bók, göngutúr í náttúrunni, hvað þá að nýta þetta milda veður þessa dagana, fara út og anda, hugsa jákvætt og lifa........Frábært !   


Fólk er ekki fífl, nema sum fífl sem eru fólk.

Hverjum þykir "Ríkið" vera að standa sig ?  Hvað getur "Ríkið" gert fyrir okkur ? Hver er glaður í dag ? Ég held að það sem mun standa uppúr eftir þetta allt saman, er það að fólk hefur það annað hvort af eða það hefur það ekki af. Túlki hver fyrir sig þessi orð.

Það sem ég sagði 1 september hér á blogginu er sannleikur í dag, því miður.  Það þarf ekki hagfræðing, lögfræðing, stærðfræðing né aðra fræðinga til að sjá fram í tímann. 

 Það er eins gott að stjórnvöld skrifi ekki undir þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur.  Mér  þætti flott að sjá að við , Stórasta land í heimi, eins og  góð kona sagði, myndum setja hryðjuverkalög á Bretland, takk fyrir!!

Margur er argur þessa dagana og fólk hefur fengið yfir sig nóg af hækkunum á öllu, sumir hverjir hvetja til örþrifaráða eins og þess að, hætta að greiða skuldirnar sínar í bönkunum.  Ekki sé hvort eð er hægt að setja okkur öll í gjaldþrot.. eða hvað?? 

Það sem dugir mér þessa dagana er að hugsa hvern morgunn að þennan dag verður bjartsýni og jákvæðni mitt aðalsmerki.  Það er í raun ekki neitt sem ég get gert annað en hugsa á þann veg.  Allir ættu að hugsa jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir.  Við verðum að bakka aðeins og horfast í augu við það að nú hægist um á ýmsum stöðum.  Við hættum að eyða um efni fram og látum okkur nægja  það sem er nauðsynlegt.  Vinir og fjölskyldan.  Drögum fram það besta í okkur sjálfum og látum ljós okkar skína.  Við erum ekki í bóndabeygju, það er peningakreppa, atvinnuleysi hjá mörgum og ekki bjart framundan.  Ekki setjast í kör, gerðu það sem kostar ekki neitt.  Farðu út og hreyfðu þig,  farðu í bókasafnið og lestu þar bókina sem þig hefur lengi langað til að lesa, farðu í heimsókn til einhvers sem þér þykir vænt um.  Talaðu um liðan þína, ekki loka á tilfinningarnar.  Skrifaðu í bók það sem þér rennur í brjóst og gerir þig reiðan, losaðu þig við reiðina í gegnum pennann.  Mundu að börnin þín finna oftast hvernig þér líður þó svo að þau segi ekki neitt.  Talaðu við börnin þín svo þau skilji hvað gengur á í huga þínum.  

Ég læt ekki bugast á meðan ég á eitthvað að borða og veit að ég hef vatn til að drekka og baða mig upp úr.  Á meðan ég á vini og fjölskyldu.  Á meðan ég hef eitthvað fallegt að horfa á, himininn, hafið og landið allt.

Lifðu..................... 


Kapílalisminn er í dauðateygjunum

Við verðum að kyngja því að kapítalisminn er að falla og það hratt.  Það kann ekki góðri lukku að stýra að eyða um efni fram. Stórt eða lítið, þjóðarbú eða heimili.  Allt kemur að sama brunni. 

Einhverjum að kenna ???  Þetta er röð atvika og gjörninga sem fjjöldinn allur af fólki hefur átt þátt í.  Sumir ósjálfviljugir aðrir af fremsta megni gert sitt.

Erum stödd hérna í dag, vorum stödd þar í gær.  Förum ekki til baka og getum ekki snúið á tímann.  Verðum að horfast í augu við það að við erum upp til hópa sjálfselsk og viljum allt fyrir okkur sjálf.  Myndum jafnvel hrifsa brauð af barni ef svo bæri undir, hungruð eftir meira og meira.  

Mammon á ekki sjö dagana sæla núna.  

Hvað skiptir máli ?   Fortíðin skiptir máli, því þá voru framkvæmdir atburðir sem við erum í dag að súpa seyðið af. Lærdómur er dómur sem fellur á þá sem hafa átt þátt í því að gera útrás peninga að sínu aðal markmiði.  Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að framkvæma í þessari veröld.  Opnið augun fyrir því sem er á þröskuldinum hjá ykkur ! 

Þjóðiin þagnar við hvert ávarp forsætisráðherra undarfarna daga og til hvers ? Býst fólk virkilega við því að frá honum muni óma nýr sannleikur, lausnir, loforð sem staðið er við ? Ekki er hægt að segja til um næstu orðræðu hans eða hans líka.  Þetta er allt orðin ein súpa sem er svo gruggug að enginn hefur lyst á því að smakka.  

Ég er þakklátur einstaklingur fyrir það að vera stödd á klakanum í stað þess að vera Íslendingur í útlandinu, niðurlútur, niðurníddur og snauður af aur, en þó ataður aur fyrir að vera Íslendingur. 

Það er engin töfralausn til.  Það er fólk þarna sem hefur komið sér og okkur í risastórann bobba.  Þegar mesti reykurinn hefur fokið burt, þá mun nýtt blóð taka við.  Það er algjörlega óhæft að sama fólk haldi við stjórnvölinn þegar þetta hefur komist í eitthvað ásættanlegt horf.  Traust er brotið og það er ekki afturvinnanlegt fyrr en fólk hefur sýnt fram á að það eigi það skilið.  

Fyrir stórfengleg efnahagsbrot  fær fólk dóma og í þessu tilfelli þá verður einhver að taka skellinn og játa syndir sínar.  Hvar eru allir peningarnir ? 

Upphafið að vatnsberaöldinni er kannski raunveruleg þar sem peace and harmony er aðalsmerki, mammon dauður og allir glaðir yfir því að vera til, burtséð frá því hvort þeir eigi allt það flottasta og dýrasta sem fæst í sjoppunni ?? 


Hugsa sér EF ??!!!

Hugsið ykkur skandalinn ef lífeyrissjóðirnir okkar íslensku hefðu fyrir hálfum mánuði átt hlut í Glitni !!Þá hefðu 200 milljarðarnir minnkað um hvað ??  Er fólk tilbúið að taka þá áhættu að færa svona stóran hlut af framtíðarafkomu sinni í bankakerfi sem er á kúpunni ? 

Skora á vörslumenn lífeyrissjóða okkar landsmanna að fara löturhægt í þessu máli og skoða í hvert einansta horn til að fjarlægja mýsnar sem læðast um og svíkjast um síðir.

Seðlabankastjórn segi af sér eftir þetta !

Ríkisstjórn viðurkenni stór mistök sín og fái aðra persónu til að vera í forsvari fyrir hjörðinni !

Landsmenn versli minna í útlöndum, ekki fara með gjaldeyrisforðann úr landi !

 


Seðlabankinn átti að redda þessum 200 milljörðum

Við, lífeyrissjóðseigendur eigum ekki að bjarga krónunni.  Eitt af hlutverkum Seðlabankans er að halda fjárstreyminu gangandi.  Ég vara við þessari aðgerð án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því annað en"gut feeling".

Maður fær það á tilfinninguna að stjórnvöld/seðlabankastjórn, séu leynt og ljóst að fá gjaldeyrisforða inn í landið í gegnum erlendan sparnað fólks og núna með því að ætla sér að PLATA lífeyrissjóðsstjórnir til þess að "redda" gjaldeyrisforðanum með 200 milljarða hvað?? láni ?? gjöf ??  stuldi ?? 

Það er ekki gott að segja, en ég tel að stjórnvöld séu búin að gera í sig núna og það er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að skeina þeim. 


mbl.is Fundað um lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VARÚÐ ! NOTIST AÐEINS Í NEYÐ

 og þá helst í þesskonar neyð að þú sért búinn að skíta í búxurnar ásamt öðrum óþverra !!  Hvað er eiginlega að gerast í hausnum á fóli (fólki) ??? sem stjórnar þessu búi hérna !!!!!
mbl.is Seðlabanki býður út innistæðubréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband