Síðasta frjálsa málæðið

Hér eftir hverf ég af blogginu þar sem ég má ekki vera nafnlaus aðili.  En áður en ég hverf þá ætla ég að æla einhverri vitleysu út úr mér sem er kannski eitthvað til í.

Það er skondið hvað ríkisstjórnin er yfirfull af ranghugsunum.  Fólkið í landinu krefst nýrrar stjórnar og nýs fólks á alþingi,  við höfum ekki áhuga á að þið skiptið um stóla !! HALLÓ !!!! Það þarf nú ekki nema þriggja ára barn til þess að sjá að þegar skipt er um stóla þá situr samt sama fólk í þeim.  Hver er þá breytingin ??  ÉG SÉ EINS OG SVO MARGIR AÐRIR AÐ ÞAÐ ER ALLTAF VERIÐ AÐ DRAGA ALMENNING Á ASNAEYRUNUM.

Okkur eru boðin mylsna þegar stóru bitarnir eru gleyptir af auðmönnunum.   Það hefur engin breyting orðið, ekki til hins betra, þær breytingar sem boðaðar eru koma niður á því fólki sem nú þegar er að þola nóg.  Bara innritunargjald á sjúkrastofnanir er rugl til dæmis.  HVAR ER HÁTEKJUSKATTURINN ?!!!

Afhverju er ekki settur á hátekjuskattur ???  Hvurslags svör er hægt að gefa við þessari spurningu ?  Jú, það eru vinir og vandamenn sem eru í hátekjuhópnum og við ætlum ekki að lúskra á vinum okkar, förum heldur og lúskrum á þeim sem minna mega sín, þau eru hvort eð er vön að láta lúskra á sér. 

Almenningur á Íslandi er lúbarin skreið,  við erum lúffarar og þorum ekki að standa í hárinu á þessu fólki sem þykist vera að bjarga landi og lýð. Áður en að þessu öllu kom þá vissi þetta fólk hvað var í vændum.  Plott á plott ofan.  Ég skora á Hallgrím Helgason að skrifa raunsanna reyfara um þetta allt saman og það framhaldsreyfara því þetta kemst engan veginn fyrir í einni bók þó 500 síður væri.  

Fólk vill breytingar á þingi, ekki að þið skiptið um stóla ! Við viljum kosningar og við viljum ráða hverjir stjórna þessu landi og REYNIÐ AÐ SKILJA ÞAÐ AÐ VIÐ VILJUM YKKUR EKKI Í STÓLANA !!

Það á ýmislegt eftir að ganga á áður en yfir lýkur og ef ekki er farið að vilja fólkins þá mun fólkið taka ráðin í sínar hendur. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband