Seðlabankinn átti að redda þessum 200 milljörðum

Við, lífeyrissjóðseigendur eigum ekki að bjarga krónunni.  Eitt af hlutverkum Seðlabankans er að halda fjárstreyminu gangandi.  Ég vara við þessari aðgerð án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því annað en"gut feeling".

Maður fær það á tilfinninguna að stjórnvöld/seðlabankastjórn, séu leynt og ljóst að fá gjaldeyrisforða inn í landið í gegnum erlendan sparnað fólks og núna með því að ætla sér að PLATA lífeyrissjóðsstjórnir til þess að "redda" gjaldeyrisforðanum með 200 milljarða hvað?? láni ?? gjöf ??  stuldi ?? 

Það er ekki gott að segja, en ég tel að stjórnvöld séu búin að gera í sig núna og það er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að skeina þeim. 


mbl.is Fundað um lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ríkisstjórnin og seðlabankinn eru búin að gera mjög illa í buxurnar. En við erum ekki að skeina ríkisstjórninni, við erum að skeina okkur því við sitjum í súpunni. Ef ekki næst sátt um þetta eða eitthvað sambærilegt og engin annar bjargar okkur, þá gæti þetta orðið upphafið að mestu hörmungum Íslands síðan í móðuharðindunum. Jafnvel algjör stöðvun atvinnulífsins og allsherjaratvinnuleysi. Er það hagur sjóðsfélaga? Það verður að samþykkja þetta.

Hjalti Valþórsson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband