8.11.2008 | 14:46
Lifðu.......
Eins og síðasta færsla endaði þá hefst þessi á sama orðinu. Lifðu ! Er að reyna að koma því í orð sem veltur um í huga mínum. Ætli ekki sé best að leyfa fingrunum að fæða það af sér sem þeir vilja, loka augunum og pikka.
Þvottavélin mín er músikölsk, það trommar í henni þegar hún vindur og væri hægt að nota taktinn í gott danslag, (ætti kannski að kynna Pál Óskar fyrir þessari undravél?)
Þú komst ,þú komst við hjartað í mér ......................................, ómar dag eftir dag á öldum ljósvakanna. Það er undarlegt með tilfinningar manns, þær geta gjörsamlega tekið stjórnina af manni og látið mann gera eða segja eitthvað sem maður alls ekki ætlaði sér. Það er kominn svolítill slatti af reiðitilfinningu í hjörtu landsmanna, sem kann ekki góðu að stýra þar sem sú tilfinning gerir mann að villimanni ef maður ekki hefur stjórn á sér.
Ég er örugglega í þeim hópi fólks sem skilur ekki alveg til botns hvað er í gangi hérna í landinu. en ef ég á að reyna að festa mína skýringu, þá vil ég segja að : íslenska mafían hefur nú komið upp á yfirborðið og það mun taka dágóðan tíma að losa okkur við hana úr okkar landhelgi. Það grátbroslega í þessu öllu er að fullt af fólki var búið að sjá þetta fyrir og aldrei reyndu þeir, sem völd höfðu til að breyta, að hlusta. Það sem best gefst í lífinu eru forvarnir. Forvörn er ekki aðeins tengd fíkn af einhverju tagi, forvörn er að hugsa fram í tímann um afleiðingar þeirra gjörða sem maður gerir í dag. Ég mæli með svoleiðis hugsun inn á borð stofnana ríkis og bæja, banka og fjármálafyrirtækja og alls staðar þar sem þarf að taka afleiðingum verka sinna.
En eins og fyrri daginn, þá mæli ég með góðri bók, göngutúr í náttúrunni, hvað þá að nýta þetta milda veður þessa dagana, fara út og anda, hugsa jákvætt og lifa........Frábært !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.