Fólk er ekki fífl, nema sum fífl sem eru fólk.

Hverjum þykir "Ríkið" vera að standa sig ?  Hvað getur "Ríkið" gert fyrir okkur ? Hver er glaður í dag ? Ég held að það sem mun standa uppúr eftir þetta allt saman, er það að fólk hefur það annað hvort af eða það hefur það ekki af. Túlki hver fyrir sig þessi orð.

Það sem ég sagði 1 september hér á blogginu er sannleikur í dag, því miður.  Það þarf ekki hagfræðing, lögfræðing, stærðfræðing né aðra fræðinga til að sjá fram í tímann. 

 Það er eins gott að stjórnvöld skrifi ekki undir þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur.  Mér  þætti flott að sjá að við , Stórasta land í heimi, eins og  góð kona sagði, myndum setja hryðjuverkalög á Bretland, takk fyrir!!

Margur er argur þessa dagana og fólk hefur fengið yfir sig nóg af hækkunum á öllu, sumir hverjir hvetja til örþrifaráða eins og þess að, hætta að greiða skuldirnar sínar í bönkunum.  Ekki sé hvort eð er hægt að setja okkur öll í gjaldþrot.. eða hvað?? 

Það sem dugir mér þessa dagana er að hugsa hvern morgunn að þennan dag verður bjartsýni og jákvæðni mitt aðalsmerki.  Það er í raun ekki neitt sem ég get gert annað en hugsa á þann veg.  Allir ættu að hugsa jákvætt þá gerast jákvæðir hlutir.  Við verðum að bakka aðeins og horfast í augu við það að nú hægist um á ýmsum stöðum.  Við hættum að eyða um efni fram og látum okkur nægja  það sem er nauðsynlegt.  Vinir og fjölskyldan.  Drögum fram það besta í okkur sjálfum og látum ljós okkar skína.  Við erum ekki í bóndabeygju, það er peningakreppa, atvinnuleysi hjá mörgum og ekki bjart framundan.  Ekki setjast í kör, gerðu það sem kostar ekki neitt.  Farðu út og hreyfðu þig,  farðu í bókasafnið og lestu þar bókina sem þig hefur lengi langað til að lesa, farðu í heimsókn til einhvers sem þér þykir vænt um.  Talaðu um liðan þína, ekki loka á tilfinningarnar.  Skrifaðu í bók það sem þér rennur í brjóst og gerir þig reiðan, losaðu þig við reiðina í gegnum pennann.  Mundu að börnin þín finna oftast hvernig þér líður þó svo að þau segi ekki neitt.  Talaðu við börnin þín svo þau skilji hvað gengur á í huga þínum.  

Ég læt ekki bugast á meðan ég á eitthvað að borða og veit að ég hef vatn til að drekka og baða mig upp úr.  Á meðan ég á vini og fjölskyldu.  Á meðan ég hef eitthvað fallegt að horfa á, himininn, hafið og landið allt.

Lifðu..................... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallegt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband